Reykja­vík er menningar­borg. Hún býr yfir mjög frjórri lista­senu og öflugu menningar­starfi. Fyrir vikið verður til ríki­dæmi sem við njótum öll. Það er geysi­mikil­vægt. Líf okkar verður inni­halds­ríkara, fjöl­breyttara, skemmi­legra.

List og menning eru snar þáttur í lífs­gæðum okkar og um leið mikil­vægir drif­kraftar í þróun sam­fé­lagsins. Undan­farna mánuði hefur verið unnið að nýrri menningar­stefnu fyrir Reykja­vík sem heitir „List og menning í Reykja­vík 2030“.

Það er auð­velt að slá um sig með orðinu „menningar­borg“. En til að borgin standi undir þeirri nafn­bót þarf margt að koma til. Það er grund­vallar­at­riði að „allir í­búar hafi jöfn tæki­færi til að njóta lista, menningar og menningar­arfs bæði sem þátt­tak­endur og neyt­endur“. Enginn má vera úti­lokaður. Það er rauður þráður í stefnunni.

Annað megin­stef felst í því að í Reykja­vík séu fram­úr­skarandi að­stæður til list­sköpunar. Það á að vera eftir­sóknar­vert fyrir lista­menn að búa í Reykja­vík. Mikil­vægt er að Reykja­víkur­borg skapi að­stæður þar sem list­sköpun nýtur sín. Styrkir borgarinnar, sem eru um­tals­verðir, eiga að stuðla að eflingu list­greinanna á þeirra eigin for­sendum.

Segja má að í stefnunni sé bæði horft út á við og inn á við. Lögð er á­hersla á hverfa­menningu og sett fram sú fram­tíðar­sýn að öll hverfi borgarinnar verði suðu­pottur menningar og lista. Um leið er á­réttað að Reykja­vík eigi að verða heims­þekkt menningar­borg.

Af hverju menningar­stefna? Jú, hún gefur meðal annars lista­fólki og þeim sem reka menningar­stofnanir kleift að hafa á­hrif á það hvaða mark­miðum skuli stefnt að næstu árin og til hvaða að­gerða skuli gripið til að ná settu marki. Menningar­stefnan byggir á víð­tæku sam­ráði við full­trúa allra list­greina, menningar­stofnana og fé­laga sem borgin styrkir. Stefnan brýnir borgar­yfir­völd til að leggja metnað í að skapa sem bestar að­stæður fyrir list­sköpun og öflugt menningar­starf. Hún lýsir mark­miðum og gerir grein fyrir hvernig þessum mark­miðum skuli náð.

Hjálmar Sveinsson

 

 

Hér má finna menningarstefnuna í heild sinni


Þessi grein birtist í Fréttablaðinu undir flokknum Skoðun:
www.frettabladid.is/skodun/list-og-menning-i-reykjavik-2030