PISTLAR & GREINAR
PISTLAR & GREINAR
Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi…
Sæll Ragnar Þór Þú spyrð frambjóðendur um viðhorf þeirra til starfsskilyrða og starfskjara grunnskólakennara. Ég er, í fáum orðum sagt, fylgjandi því að grunnskólakennarar njóti sömu kjara og starfsskilyrða og háskólamenntaðir borgarstarfsmenn með sambærilega menntun og ábyrgð. Þú nefnir í þessu samhengi tilraunir síðustu ára til að einfalda kjarasamninga grunnskólakennara. Mér finnst að aukinn sveigjanleiki…
Þrátt fyrir mikil umsvif á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu árin fyrir hrun blasir við skortur á litlum íbúðum á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Á leigumarkaði ríkir neyðarástand. Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um mögulegar úrbætur. Nýja ríkisstjórnin er búin að skipa enn eina nefndina. Ein ástæðan fyrir ástandinu er sú að hér var byggt upp kerfi…
(Ræða í borgarstjórn nóv 2013) Aðalskipulagið er einskonar stjórnarskrá fyrir þróun borgarinnar næstu tvo áratugina. Ekki nóg með það. Í aðalskipulagstillögunni sem er hér til umfjöllunar er sleginn tónn sem ómar víða um heiminn þessi fyrstu misseri á 21 öldinni. Það eru ákveðnar ástæður fyrir því: Í fyrsta lagi býr nú meirihluti mannskyns í þéttbýli…
Á gráum rigningardegi í desember 1970 gekk þýskur kanslari með krans að minnismerki um útrýmingu gyðinga í Varsjá, lagði hann niður og lagaði til, eins og prókollið gerði ráð fyrir og lét svo, öllum að óvörum, fallast á hnéin. Það liðu 30 sekúndur þangað til hann stóð á fætur og virtist berjast við tárin, skrifaði…
Áttunda mars árið 1913 kom Gufuskipið Edward Grieg til Reykjavíkur og flutti með sér járnbrautarteina, gufulyftara og eimreiðina Minör. Mánuði síðar fór Minör í sína fyrstu ferð í Öskjuhlíðina að sækja grjót. Þá var hafin hafnargerð í Reykjavík. Næstu fjögur árin var Grandagarður lagður út í Örfirisey og svo Ingólfsgarður og Norðurgarður sem mynda mynni…
Húsnæði er fallegt orð. Í því felst fyrirheit um öryggi og skjól. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög, setur sér yfirleitt húsnæðisstefnu. Sú stefna gengur út á að tryggja að láglaunafólk, börn og ýmsir þjóðfélagshópar sem eru veikir fyrir, eigi kost á sómasamlegu húsnæði. Kjarninn í húsnæðisstefnunni hér á landi er félagslega íbúðakerfið. Eða öllu heldur…
Athugasemdafrestur vegna nýs aðalskipulags Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 rann út í síðustu viku. Það hefur verið í vinnslu í sex ár og kynnt í tvígang á fjölmennum íbúafundum í öllum hverfum borgarinnar. Næstu vikur munu skipulagsyfirvöld fara vandlega yfir athugasemdir sem hafa borist. Skipulagið markar tímamót. Með því er horfið frá bílmiðuðu skipulagi…
Undanfarin misseri hefur átt sér stað hljóðlát bylting í Reykjavík. Þetta er grasrótarbylting því það eru íbúarnir sjálfir sem standa fyrir henni. Hún felst í því að æ fleiri borgarbúar hafa sett á sig hlaupaskó og gönguskó og skokka um borgina. Reiðhjólafólki fjölgar að sama skapi með ævintýralegum hætti. Eftir vinnu á virkum dögum og…
Í október 1969 hélt Willy Brandt, nýkjörinn kanslari Jafnaðarmanna í Vestur-Þýskalandi, merkilega stefnuræðu fyrir ríkisstjórn sína í þýska þinginu. Við getum ekki skapað fullkomið lýðræði, sagði Brandt, en við viljum samfélag sem býður meira frelsi og krefst meiri samábyrgðar. Hann lofaði þjóðinni líka auknu gagnsæi í stjórnsýslunni og sagði að ríkisstjórn sín myndi lækka kosningaldur…