„Þar sem áður voru endalaus bílaplön, úr sér gengnar atvinnulóðir og veghelgunarsvæði rísa núna þúsundir íbúða, falleg torg og nytsamleg útisvæði. Þetta er nýja Reykjavík.“

Í hvernig borg viljum við búa? Um það eru auð­vitað skiptar skoð­anir en senni­lega vilja allir búa í borg þar sem er gott að lifa og starfa. Sagan sýnir að það ger­ist ekki af sjálfu sér, heldur þarf að koma til skipu­lags­stefna sem tryggir að almanna­hags­munir ráði ferð­inni en ekki sér­hags­mun­ir. Stefnan þarf að fela í sér ákveðna fram­tíð­ar­sýn og áætlun um hvernig henni verði náð. Þessi fram­tíð­ar­á­ætlun er kölluð aðal­skipu­lag.

Í aðal­skipu­lagi er sett fram stefna um þróun byggð­ar­innar til langrar fram­tíð­ar. Aðal­skipu­lagið kveður á um hvar íbúða­hverfin og atvinnu­svæðin eiga að vera, hvar nýjar götur og stígar eiga að liggja og hvaða svæði verða tekin frá til úti­vist­ar. Mik­il­vægt er að það sé unnið fag­mann­lega og eftir lýð­ræð­is­legum leið­um. Að það sé rætt opin­ber­lega þegar það er á til­lögu­stigi og að lokum greidd atkvæði um það eftir umræðu í borg­ar­stjórn. Á sínum náð­ist þverpóli­tísk sátt í borg­ar­stjórn um Aðal­skipu­lag Reykja­víkur 2010 – 2030. Skipu­lagið var sann­kall­aður sátt­máli sem er merki­legt í ljósi þess hve rót­tækt það er.

Nú er í kynn­ingu meðal almenn­ings end­ur­skoðun á stefnu aðal­skipu­lags­ins um íbúða­byggð og bland­aða byggð og til­laga um að fram­lengja skipu­lagið til 2040. Þar er gengið út frá meg­in­stefnu aðal­skipu­lags­ins 2030 um þétt­ingu byggð­ar, skipu­lag vist­vænna hverfa, almenn­ings­sam­göng­ur, hjól­reið­ar, gæði byggð­ar­innar og göt­una sem borg­ar­rými. Reiknað er með að til árs­ins 2040 verði byggðar um rúm­lega 1000 íbúðir á ári, alls um 20000 íbúð­ir. Fjórð­ungur þeirra eða um 5000 íbúðir verði byggðar af hús­næð­is­fé­lögum sem eru ekki hagn­að­ar­drif­in.

Í aðal­skipu­lag­inu 2040 er gert er ráð fyrir að Borg­ar­línan kom­ist til fullra nota og að hún verði hryggjar­stykki í upp­bygg­ing­unni. Um 80% nýrra íbúða verða í námunda við Borg­ar­lín­una. Mikla­braut fer að hluta í stokk og Sæbraut sömu­leið­is. Hrað­braut­irnar hætta að skera hverfin í sundur og byggðin teng­ist. Fólk getur rölt yfir í næsta hverfi án þess að vera í lífs­hættu. Götur og hús verða ein heild. Meira

Pistlar um umhverfis & skipulagsmál

19.01.2022

Áfram nýja Reykjavík

Það eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að breytast úr frekar strjálli byggð, með miklum vegalengdum, í þétta...
30.10.2020

Borgarlína – já takk

Höfundar: Hjálmar Sveinsson og Ragna Sigurðardóttir Árið er 1907. Niðri við moldarveg, sem mun bera heitið...