Prússland

Fyrsti þáttur: Verksummerkja leitað í Berlín

 

Annar þáttur: Kjörfurstar verða kóngar

Í þættinum er fjallað um stofnun prússneska konungsríkisins. Sagt frá Friðriki sem varð fyrsti konungur Prússlands og frá föður hans Friðriki Vilhjálmi sem var kjörfursti í Brandenburg og kallaður Kjörfurstinn mikli. Þrjátíu ára stríðið kemur einng við sögu. Ólýsanlegar hörmungar þess urðu til þess að margir fóru að efast um að maðurinn væri í eðli sínu góður og að konungarnir þægju vald sitt frá guði.


Þriðji þáttur: Friðrik mikli: Herkonungur, flautuleikari, heimspekingur
Friðrik Mikli situr á hrossi sínu steyptur í brons á Unter den Linden í Berlín. Við sökkulinn standa helstu hershöfðingjar Prússa, von Bülow og von Seydlitz. Heimspekingurinn Immanúel Kant sem bjó og starfaði í Königsberg í Austur-Prússlandi. Í verkum sínum leitaðist hann við að svara þremur spurningum: Hvað get ég vitað? Hvað ber mér að gera? Hvað má ég vona?


Fjórði þáttur: Tómas Sæmundsson leiðsögumaður
Í júní 1832 hélt Tómas Sæmundsson til höfuðborgar Prússlands til að vísa Íslendingum til «réttari þekkingar á veröldinni» og til að hvetja þá til «einhvörs gagnligs fyrirtækis». Í ferðabók sinni skrifar hann um menntastofnanir í Berlín, söfn, almúgaskóla, háskóla, stiftanir fyrir blinda, vitlausra hús, almenningssamgöngur, þýskar bókmenntir, heimspeki og guðfræði. Tómas Sæmundsson verður leiðsögumaður í fjórða þættinum um Prússland.

 

Fimmti þáttur: Borgarar, verkamenn og prússneski jarðeigendaaðalinn
Fjallað er um borgara, verkamenn og prússneska jarðeigendaaðalinn, svokallaða júnkara. Iðnvæðingin og aukið viðkiptafrelsi skaut stoðum undir þýsku borgarstéttina sem átti eftir að verða ein þóttmesta og auðugasta borgarstétt Evrópu, þótt hún væri pólitískt veik. Nýjar stéttir mann komu fram á sjónarsviðið; atvinnurekendur, iðnjöfrar, verksmiðjuverkmenn og landbúnaðarverkamenn. Harðsvíraðasti talsmaður junkarann Otto von Bismarck, kemur við sögu

 

Sjötti og lokaþáttur: Vilhjálmstímabilið og Blái engillinn
Fjallað er um vilhjálmstímabilið svokallaða, stríðæsingatal, stærstu verslunarhús Evrópu, expressjónisma, prússnesk iðnfyrirtækja, fyrri heimsstyrjöldina og lýðveldið Prússland. Dauði Rosu Luxemborg og Karls Liebknechts kemur við sögu, átök kommúnista og krata og valdarán nasista, Blái Engillinn og Comedian Harmonists.