Drög að nýrri menningarstefnu Reykjavíkurborgar liggja fyrir og hafa borgarbúar haft möguleika á að hafa áhrif á stefnuna. „Það er mikil áhersla lögð á að það sé aðgengi fyrir alla og að sé enginn útilokaður,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi. „Það er enginn skilinn útundan og það eiga allir jafnan rétt á að taka þátt í listsköpun og njóta hennar.“

Guðni Tómasson ræddi við Hjálmar. Hér má hlusta á viðtalið í heild sinni:
www.ruv.is/frett/2021/08/18/enginn-verdi-utundan-i-nyrri-menningarstefnu