Ég er staddur í nokkra daga í Berlín og hef meðal annars nýtt tímann til að skoða nokkur hverfi sem byggð voru í borginni á árunum 1920 til 1932. Þetta eru í einu orði sagt frábær borgarhverfi og sýna að þegar módernisminn var drifinn áfram af félagslegum hugsjónum og skýrri fagurfræðilegri sýn gat útkoman verið stórkostleg. Hér kemur sagan á bak við það sem kallað hefur verið Berliner Moderne.

HufeisensiedlungEftir algeran ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri sammþykkti svokallað Þjóðfulltrúaráð að kjósa til þjóðþings. Það var gert í lok janúar 1919. Sósíaldemókratar unnu stórsigur fengu 38% atkvæða. Fyrsti fundur þingsins var haldinn í gömlu menningarborginni Weimar. Ástandið í Berlín var talið ótryggt. Hið nýja þýska konungslausa og keisaralausa lýðveldi var kallað Weimarlýðveldið. Ríkisstjórnir miðjuflokka og sósíaldemókrata tóku við eins erfiðu búi og hægt er að ímynda sér. Þýskaland þurfti að borga háar stríðsskaðabætur, samkvæmt Versalasamningum. Verðbólgan varð óviðráðanleg. Þar að auki máttu stjórnvöld búa við endalausar ásakanir herforingja og hægri þjóðerrnissina um landráð.

Róttækir vinstrisinnar sögðu að leggja yrði Prússland niður, langstærsta og fjömennasta þýska ríkið. Framtíð Þýsklands væri í húfi. Það voru jú herforingjaklíkur í kringum Vilhjálm 2 Prússakonung og Þýskalandskeisara sem leiddu Þjóðverja út í stríðið. En ekkert varð úr því, heldur var lýðveldið Prússland stofnað, Freistaat Preussen, og það var hluti af Weimarlýðveldinu. Berlín var tvöföld höfuðborg Prússlands og þýska keisaraveldisins.

Lýðveldið Prússland var í 13 ár klettur merkilegra lýðræðislegra umbóta í samfélagi sem rak æ meir til hægri. Allan tíman dundu á þessu nýja prússneksa lýðveldi pólitísk morð, uppreisnartilraunir öfgahægrimanna og vaxandi þjóðernishyggja sem fékk fljótlega fasíska drætti. Ríkisstjórnir lýðveldisins, yfirleitt myndaðar af Sósíaldemókrötum og miðjuflokkum, máttu allan tímann sitja undir landráðbrígslum hægri manna og linnulausum ásökunum vinstri sósíalista og kommúnista um að hafa svikið hugsjónir sósíalismans.

 

Siedlung SchillerparkHúsnæðismálin eru eitt af fjölmörgum umbótamálum sem ríkisstjórnum Prússneska lýðveldisins tókst að koma í gegn, Þau þykja kannski ekki mjög spennandi eða dramatísk miðað við blóð og dauða Rósu Luxemburg og Karl Liebknechts, hugsjónir kommúnista um allsherjarbyltingu eða marserandi leðurstígvél nasistanna og þriðjaríkisdrauma þeirra. Stjórn sósíaldemókrata og tveggja miðjuflokka í Prússlandi byrjaði á því að sameina fjöldan allan af smábæjum og svokölluðum riddaragóssum við útjaðar Berlínar. Það skapaði meðal annars nóg byggingarpláss. Á fyrstu árunum eftir stríð ríkti mikil neyð í borgum Prússlands, rétt eins og í öðrum þýskum löndum. Það var skortur á öllu, ekki síst húsnæði. Fátækar fjölskyldur bjuggu iðulega í dimmuum og rökum íbúðum sem voru oft ekki nema eitt einasta herbergi með eldhúskrók. Árið 1920 vantaði 100 000 íbúðir í Berlín.

 

SiemensstadtUndir forystu Sósíaldemókrata voru sett lög um byggingarsamvinnufélög í Prússlandi sem gerðu stjórnvöldum kleift að hafa frumkvæði að uppbyggingu nýrra hverfa út frá félagslegum og lýðheilsulegum sjónarmiðum. Fram til þess hafði nær allt húsnæði verið byggt að einkaaðilum. Framúrskarandi arkitektar voru fengnir til að teikna og skipuleggja þessi nýju hverfi. Flestir höfðu numið eða kennt við Bauhaus-skólann. Mestan heiður eiga arkitektinn Bruno Taut og Martin Wagner, arkitekt og skipulagsfultrúi. Einnig má nefna arkitektana Walter Gropius og Hans Scharoun.

Sex ný borgarhverfi með blandaðri fjölbýlishúsabyggð voru hönnuð og byggð með það að leiðarljósi að búa til húsnæði þar sem lágtekjufólk hefði efni á að búa. Íbúðirnar áttu að vera bjartar, vel hannaðar og búnar öllum nútímaþægindum. Og húsin áttu að vera falleg fyrir augað. Hverfin sem byggð voru árunum 1920 til 1932, heita meðal annars Hufeisensiedlung, Großsiedlung Siemensstadt, Weiße Stadt, Siedlung Schillerpark, Gartenstadt Falkenberg og Wohnstadt Carl Legien. Það eru á milli 1000 og 3000 íbúðir í hverju þeirra. Svo vel tókst til að þessi hverfi voru nýlega sett á heimsminjaská UNESCO sem frábær dæmi um módernískan arkitektur og skipulag; hvoru tveggja drifð áfram af félagslegum metnaði, lýðheilsulegu sjónarmiði og skýrri fagurfræðilegri sýn.

 

Weisse StadtNaistar höðu engan áhuga á að byggja slík hverfi. Þeir voru á móti því að verkafólk byggi í fjölbýlishúsahverfum Óttuðust sennilega að það myndi efla samtakamátt og sósíalískar hugmyndir. Nær allir arkitektarnir sem teiknuðu þessi nýju hverfi flúðu land eftir að nasistar komust til valda.

Rétt er að geta þess að Alþýðflokknum tókst árið 1928 að fá samþykkt lög á Alþingi sem heimiluðu stofnun byggingarsamvinnufélaga. Verkamannabústaðirnir milli Ásvallagötu og Hringbrautar eru afrakstur þeirrar lagasetningar. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til þótt húsin séu ekki jafn fallega litrík og glæsileg og hverfin í Berlín. En hugmyndafræðin er sú sama. Á Íslandi var hún mótuð af þeim Guðjóni Samúelssyni og Guðmundi Hannessyni. Sjálfstæðismenn höfðu miklar efasemdir um þetta fyrirkomulag.

 

Bloggari við Hufeisensiedlung