Hjálmar hefur komið að bókaútgáfu, hann gaf út ritröðina ATVIK og bókaútgáfuna OMDÚRMAN árið 2007, ásamt Geir Svanssyni og Irmu Erlingsdóttur. 

ATVIK – fræðibókaritröð

Hjálmar Sveinsson er stofnandi og ritstjóri ritraðarinnar Atvik. Atvik er vettvangur þar sem hugmyndir og rannsóknir eru kynntar með þýðingum og frumsömdum textum í hnitmiðuðum smáritum, handhægum og ódýrum bókum í vasabroti. Atviks-bókunum er ætlað að draga fram athyglisverðar hræringar í menningarlífi hér á landi og erlendis og örva umræðu um knýjandi efni sem tengjast samtímanum.

Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar
Ritstjórar Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir
Safngreina sem upphaflega birtist í þýska vikuritinu Die Zeit. Hér velta nokkrir þekktustu félagsfræðingar og stjórnmálafræðingar samtímans fyrir sér framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar.

Að sjá meira – Susan Sontag
Ritstjóri Hjálmar Sveinsson
Susan Sontag var meðal snjöllustu essayista síðustu áratuga. Ritgerðum hennar var reyndar ekki ætlað að sanna eitt eða neitt eða byggja upp akademíska kenningu um veruleikann. Þær eru miklu frekar knúnar áfram af einstöku næmi fyrir margbreytileika hlutanna eins og þeir birtast okkur – og sterkri réttlætiskennd. Í ritgerðum sínum hnitar hún stóra og smáa hringi í kringum kjarna hvers máls, kjarna sem reynist oft vera siðfræðileg og fagurfræðileg þversögn.

Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar – Walter Benjamin
Ritstjóri Hjálmar Sveinsson
Greinasafn eftir Walter Benjamin. Fjöldinn hefur nú jafn knýjandi þörf fyrir að færa hlutina “nær” sér bæði í landfræðilegum og mannlegum skilningi og að yfirvinna hið einstæða við hvern viðburð með því að notast við eftirmynd hans. Benjamin skrifaði flestar ritgerðirnar á 4. áratugnum. Með þeim lagði hann grunninn að þeirri blómlegu, þverfaglegu fræðigrein sem kallast Menningarfræði.

logo_Omdurman

elias_kapa_smSextíu ár eru liðin síðan fyrsta skáldsaga Elíasar Marar rithöfundar kom út. Hún hét Eftir örstuttan leik og er ekki bara ein fyrsta alreykvíska skáldsagan sem var skrifuð á Íslandi heldur fyrsta nútímasaga lýðveldisins. Elías Mar skrifaði líka fyrstu hinseginsöguna og fyrstu unglingasögu lýðveldisins. Hér er fjallað um feril þessa merka höfundar og neðst á síðunni segir hann sjálfur frá fyrstu bók sinni.

 

 

 

 

 

dianaHvað hefði gerst ef Díana prinsessa hefði ekki látist? Hvernig hefði líf hennar orðið og hvernig hefði heimurinn þróast? Sagan um Díönu í snjónum gerist tæpu ári eftir bílslysið hræðilega suður í París. Hennar hefur lengi verið beðið, enda svarar hún mörgum áleitnum spurningum.

Í þessari einstöku sögu hefur Ásmundur Ásmundsson gefið Díönu nýtt líf í heimi þar sem gæfan er fallvaltari en nokkru sinni fyrr. Ragnar Kjartansson myndskreytir söguna af sinni alkunnu snilld.

Ásmundur Ásmundsson er þjóðþekktur myndlistarmaður sem hefur víða látið að sér kveða og skrifar meðal annars reglulega fyrir Viðskiptablaðið. Með þessari mögnuðu sögu fetar hann nýja slóð og er óhætt að segja að hann taki skáldsöguformið traustum tökum.

Ragnar Kjartansson er framúrskarandi myndlistamaður sem hefur auk þess getið sér gott orð fyrir rokktónlist. Myndir hans eru klassískar í bestu merkingu þess orðs og sérlega smekklegar.

„Díana beit í sushi-bita og tuggði áhugasöm. Hún reyndi að ímynda sér að bitinn væri nýfætt barn og líkami hennar notaleg fæðingadeild á plánetu þar sem hið góða væri allsráðandi. Hún vildi ekki að eina plánetan sem hún réð yfir, þ.e.líkami hennar, væri eins fjandsamleg og sú pláneta sem hún í örvæntingu sinni var sífellt að reyna að betrumbæta.

 

Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar

Ritstjórar Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir
Safn greina sem upphaflega birtist í þýska vikuritinu Die Zeit. Hér velta nokkrir þekktustu félagsfræðingar og stjórnmálafræðingar samtímans fyrir sér framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar.

Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar

Ritstjórar Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir
Safn greina sem upphaflega birtist í þýska vikuritinu Die Zeit. Hér velta nokkrir þekktustu félagsfræðingar og stjórnmálafræðingar samtímans fyrir sér framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar.

Framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar

Ritstjórar Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir
Safn greina sem upphaflega birtist í þýska vikuritinu Die Zeit. Hér velta nokkrir þekktustu félagsfræðingar og stjórnmálafræðingar samtímans fyrir sér framtíð lýðræðis á tímum hnattvæðingar.